0
Hlutir Magn Verð

"Sliding through söluandvirði rennur óskipt til skáta" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Sliding through söluandvirði rennur óskipt til skáta

9.900 kr
- +

Gefðu stórkostlega gjöf og styrktu skátastarf um leið!

 

Falleg og litrík bók um einstakt ferðalag kerfisfræðings sem fór einn á mótorhjóli í kringum hnöttinn. Kristján Gíslason kynntist gæsku og gestrisni fólks um allan heim og skilar hér ferðasögunni í myndum og máli.

Það þurfti kjark til að takast þessa ævintýraferð á hendur en vonandi verður bókin öðrum hvatning til að láta sína drauma rætast.

Bókin er einnig fáanleg á ensku og heitir þá Sliding Through.

"Ekki allir fá tækifæri til að láta drauma sína rætast og er ég ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að láta minn rætast.

Bókin mín Hringfarinn segir sögu mína í máli og myndum þegar ég fór einn á hjóli í hnattferð".

Söluandvirði hverrar bókar sem selst í Skátabúðinni rennur óskipt til skátastarfs!

Einn daginn var Kristjáni boðið að fara i mótorhjólaferð með góðvini sínum um Vestfirðina. Þetta var hans fyrsta mótorhjólaferð og vissi ekki við hverju hann átti að búast. Hann heillaðist að upplifuninni við þennan ferðamáta, allt frelsið sem því fylgdi og að sjá nærumhverfið í öðru ljósi. Hann heillaðist í raun svo mikið að tveimur árum síðar, 58 ára gamall, er hann lagður af stað í kringum hnöttinn á mótorhjóli með myndavél og opinn huga. Á 10 mánuðum upplifði hann frá fyrstu hendi hvernig fólk lifir víðsvegar um heiminn og fékk að sjá heiminn i nýju ljósi.