Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og netverslunar Skátabúðarinnar ehf. Sé vara uppseld verður haft samband við þig og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla.
Upplýsingar um seljanda
Skátabúðin ehf
6105141620
VSK-númer 117054
Hraunbær 123, 110 Reykjavík
550-9800
skatabudin@skatarnir.is
Verð
Öll verð í netverslun eru með virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.
Greiðslumöguleikar
Einungis er boðið upp á að greiða vörur með greiðslukorti.
Skila- og endurgreiðsluréttur
Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. 14 daga skilafresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda, skv. g.lið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.
Hafi varan verið greidd með kreditkorti verður upphæðin bakfærð inn á sama kort og notað var við kaupin. Endurgreiðslan getur tekið allt að 14 daga.
Varðandi skil á vörum sem keyptar voru í netverslun, skal senda póst á skatabudin@skatarnir.is með pöntunarnúmeri, nafni kaupanda og símanúmeri.
Vörur sem merktar eru að ekki sé hægt að skila, fæst ekki skilað eða skipt.
Sé vöru skipt skal varan vera ónotuð, utan þess sem nauðsynlegt er til að staðfesta eiginleika og virkni hennar þ.e. að hún passi viðkomandi. Hægt er að skila vöru í upprunalegum umbúðum. Við skil vöru skal framvísa skal greiðslukvittun nema varan sé með gjafamerkingu.
Höfundaréttur og vörumerki
Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.skatabudin.is eru eign Skátabúðarinnar ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Skátabúðinni ehf.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.
Hafa samband
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt er að hafa samband við Skátabúðina ehf. í gegnum netfangið skatabudin@skatarnir.is eða í síma 550-9800.
Galli
Ef kaupandi kaupir gallaða vöru í netverslun Skátabúðarinnar ehf. þá er hvert gallamál skoðað fyrir sig. Ef ágreiningur rís upp vegna galla er þriðji aðili látin meta hvort um galla sé að ræða. Ef um galla er að ræða er boðið upp á viðgerð, nýja vöru, afsláttu eða endurgreiðslu kaupverðs. Verði kaupandi var við galla í vöru skal hann láta Skátabúðina ehf vita eins fljótt og auðið er. Varðandi rétt neytenda til galla vísast að öðru leyti til laga nr. 48/2003 um neytendakaup.
Um rétt neytanda vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003
Kærunefnd vöru og þjónustukaupa, Borgartúni 21, 105 Reykjavík má nálgast hér.